NECRON er stytting fyrir engelsk nafn af félaginu okkar “The Network of Early Career Researchers in Old Norse.”
Hraðar breytingar hafa orðið á háskólum á síðustu árum og áratugum en þessar breytingar hafa haft í för með sér bæði áskoranir og möguleika fyrir unga fræðimenn, svokallaðra early career researchers (ECR), þ.e. fræðimenn sem eru ekki fastráðnir hjá rannsóknar-, menningar- eða menntastofnunum.
Til að mæta þessum breytingum tók hópur ungra fræðimanna sem leggja stund á rannsóknir á sviði norrænna miðalda (í víðum skilningi) sig saman og stofnaði félagið NECRON. Félagsskapurinn er hugsaður sem samstarfsvettvangur fyrir unga rannsakendur, doktorsnema, nýdoktora og aðra ófastráðna rannsakendur. Innan þessa vettvangs mun gefast tækifæri til að skipuleggja samvinnu, veita stuðning og deila reynslu í síbreytilegu háskólaumhverfi nútímans. Eitt af helstu markmiðum félagsskaparins er að styrkja alþjóðlega og þverfaglega samvinnu í norrænum fræðum.
Í október 2017 verður fyrsti fundur félagsskaparins haldinn við Kaupmannahafnarháskóla